Uppfær: Búið er að opna Þrengslin í báðar áttir. Óvíst er með opnun Hellisheiðar í dag samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Eftirfarandi vegir eru lokaðir:
Hellisheiði, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.
Færð og aðstæður eru annars þessar:
Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Flughálka er í sunnanverðum Grafning.
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Ófært er um Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar og á Laxárdalsheiði. Þungfært er í Álftafirði.
Á Vestfjörðum er Flughálka eða snjóþekja víða. Flughálka er á Hálfdán, í Dýrafirði, í Ísafjarðardjúpi, í Steingrímsfirði, í Þorskafirði og inn með norðanverðum Breiðafirði. Þungfært er yfir Kleifaheiði og ófært á Innstrandavegi.
Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes og í Dalsmynni. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.
Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suð-austurströndinni.
Óvíst hvort takist að opna Hellisheiði í dag

Tengdar fréttir

Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun.

Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður
Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt.