Geislaði í hvítum draumakjól Ritstjórn skrifar 3. febrúar 2018 09:00 Glamour/Getty Það er alltaf gaman að sjá fólk klæðast sínu fínasta pússi, sérstaklega fyrir konungsveislur. En Katrín hertogaynja af Cambridge fór heldur betur alla leið þegar henni var boðið í norsku höllina í gærkvöldi en þau Vilhjálmur Bretaprins eru stödd í Osló í opinberri heimsókn. Hún klæddist dásamlegum hvítum síðkjól úr smiðju Alexander McQueen, sama merki og hannaði brúðarkjólinn hennar en kjólinn fór henni einstaklega vel. Dramatískur með smá skikkju yfir öxlunum og silfur bróderingum í hálsmálinu. Eins og flestir vita þá er Katrín langt gengin með þriðja barn þeirra hjóna. Tilvonandi svilkonurnar Katrín og Meghan Markle eru greinilega báðar hrifnar af breska tískuhúsinu Alexander McQueen en Markle var líka í buxnadragt frá merkinu í gær. Ætli brúðarkjólinn hennar verði líka úr smiðju þeirra? Katrín ásamt Haraldri Noregskonungi. Fyrir aftan má sjá glitta í Sonju, norsku drottninguna.Vilhjálmur og Katrín. Mest lesið Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Balenciaga hjól komið í sölu Glamour Rauðir skór og síðir kjólar stóðu uppúr hjá Ganni Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Alicia Keys svarar Adam Levine fullum hálsi Glamour Hvað er Met Gala? Glamour
Það er alltaf gaman að sjá fólk klæðast sínu fínasta pússi, sérstaklega fyrir konungsveislur. En Katrín hertogaynja af Cambridge fór heldur betur alla leið þegar henni var boðið í norsku höllina í gærkvöldi en þau Vilhjálmur Bretaprins eru stödd í Osló í opinberri heimsókn. Hún klæddist dásamlegum hvítum síðkjól úr smiðju Alexander McQueen, sama merki og hannaði brúðarkjólinn hennar en kjólinn fór henni einstaklega vel. Dramatískur með smá skikkju yfir öxlunum og silfur bróderingum í hálsmálinu. Eins og flestir vita þá er Katrín langt gengin með þriðja barn þeirra hjóna. Tilvonandi svilkonurnar Katrín og Meghan Markle eru greinilega báðar hrifnar af breska tískuhúsinu Alexander McQueen en Markle var líka í buxnadragt frá merkinu í gær. Ætli brúðarkjólinn hennar verði líka úr smiðju þeirra? Katrín ásamt Haraldri Noregskonungi. Fyrir aftan má sjá glitta í Sonju, norsku drottninguna.Vilhjálmur og Katrín.
Mest lesið Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Balenciaga hjól komið í sölu Glamour Rauðir skór og síðir kjólar stóðu uppúr hjá Ganni Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Alicia Keys svarar Adam Levine fullum hálsi Glamour Hvað er Met Gala? Glamour