Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:59 Nokkuð hefur verið um það að ökumenn hafi ekki virt lokanir. Jóhann K. Jóhannsson Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15