Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:15 Bálhvasst og töluverður snjór gerði ökumönnum erfitt fyrir á Hellisheiði í gærkvöldi. ívar halldórsson Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26
Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25
Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49