Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 19:15 Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður. Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður.
Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45