Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 18:26 Gul viðvörun er fyrir allt landið í kvöld. Skjáskot/Veðurstofan Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira