Helena Sverrisdóttir stimplaði sig aftur inn í Domino´s deild kvenna í gær með því að ná þrefaldri tvennu í sigri á toppliðinu á Ásvöllum. Þetta var fyrsti leikur hennar eftir rúmlega mánaðardvöl í Slóvakíu.
Helena endaði leikinn með 12 stig, 13 fráköst og 17 stoðsendingar en Haukakonur unnu þar öruggan sigur. Helena var líka með þrennu í síðasta leiknum fyrir Slóvakíuför en sá var á mótim Skallagrími um miðjan desember.
Helena var þarna að mæta litlu systur sinni en Guðbjörg Sverrisdóttir sem er fyrirliði Valsliðsins. Helena hefur verið með þrennu í öllum þremur leikjum sínum á móti litlu systur í vetur.
Meðaltöl Helenu í Valsleikjunum í vetur eru 11,7 stig, 13,7 fráköst og 14,7 stoðsendingar. Til að vera með þrennu að meðaltali á móti Val í deildarleikjum tímabilsins þarf Helena „bara“ að vera með 5 stig en hvorki að taka frákast eða gefa stoðsendingu.
Valur er eina liðið í deildinni sem Helena nær að vera með þrennu að meðaltali á móti en hún er með 21,5 stig, 16,0 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali á móti Skallagrími. Hún hefur líka verið með þrjár af fjórum þrennum sínum á móti Val.
Haukaliðið hefur ennfremur unnið tvo af þremur leikjum sínum á móti Val og er því í efsta sæti deildarinnar á betri árangri í innbyrðisleikjum Hauka og Vals. Valskonur voru á toppnum fyrir leikinn.
Leikir Helenu á móti Valsliðinu í Domino´s deild kvenna í vetur:
18. október á Ásvöllum
11 stig, 13 fráköst og 16 stoðendingar [36 í framlagi]
2. desember á Hlíðarenda
12 stig, 15 fráköst og 11 stoðendingar [30 í framlagi]
31. janúar á Ásvöllum
12 stig, 13 fráköst og 17 stoðendingar [33 í framlagi]
Með þrennu í öllum leikjunum sínum á móti litlu systur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti
