Stormur eftir storm eftir storm Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:32 Festið lausamuni og gangið í ykkar allra þyngstu fötum. Það er stormur á leiðinni. Vísir/Ernir Það mun ganga í suðaustan storm á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Í fyrstu mun honum fylgja snjókoma sem síðar verður að stórhríð að sögn Veðurstofunnar. „Það dregur til tíðinda í kvöld,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Frostið verður á bilinu 0 til 9 stig.Áfram eru gular viðvaranir í gildi og víða varasamt ferðaveður.Þegar líður á kvöldið og nóttina mun þó hlýna í veðri og breytist úrkoman yfir í slyddu og síðan rigningu. Það gengur svo í sunnan og suðaustan storm eða rok í fyrramálið og „því ljóst að flestir á landinu þurfa að huga að lausamunum fyrir kvöldið og nóttina,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Vindurinn snýst svo í allhvassa suðvestlæga átt á morgun, það mun kólna í veðri og gera má ráð fyrir slydduél. Hefðbundinn útsynningur „eins og Sunnlendingar kalla það.“ Dregur svo úr útsynningnum á laugardag en undir lok helgarinnar gengur í öflugan sunnanstorm með talsverðri rigningu. „Það er víst best að taka einn storm í einu og því verður ekki farið nánar í það að svo stöddu,“ segir gamansamur veðurfræðingurinn. Eftir helgi heldur lægðagangurinn síðan áfram.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.Á sunnudag:Gengur í sunnan storm með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. Slydda eða snjókoma V-til á landinu um kvöldið og kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt og éljagangur, en þurrt A-lands og bjart með köflum. Frost um allt land.Á miðvikudag:Útlit fyrir hlýja sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn og kólnar. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Það mun ganga í suðaustan storm á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Í fyrstu mun honum fylgja snjókoma sem síðar verður að stórhríð að sögn Veðurstofunnar. „Það dregur til tíðinda í kvöld,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Frostið verður á bilinu 0 til 9 stig.Áfram eru gular viðvaranir í gildi og víða varasamt ferðaveður.Þegar líður á kvöldið og nóttina mun þó hlýna í veðri og breytist úrkoman yfir í slyddu og síðan rigningu. Það gengur svo í sunnan og suðaustan storm eða rok í fyrramálið og „því ljóst að flestir á landinu þurfa að huga að lausamunum fyrir kvöldið og nóttina,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Vindurinn snýst svo í allhvassa suðvestlæga átt á morgun, það mun kólna í veðri og gera má ráð fyrir slydduél. Hefðbundinn útsynningur „eins og Sunnlendingar kalla það.“ Dregur svo úr útsynningnum á laugardag en undir lok helgarinnar gengur í öflugan sunnanstorm með talsverðri rigningu. „Það er víst best að taka einn storm í einu og því verður ekki farið nánar í það að svo stöddu,“ segir gamansamur veðurfræðingurinn. Eftir helgi heldur lægðagangurinn síðan áfram.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.Á sunnudag:Gengur í sunnan storm með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. Slydda eða snjókoma V-til á landinu um kvöldið og kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt og éljagangur, en þurrt A-lands og bjart með köflum. Frost um allt land.Á miðvikudag:Útlit fyrir hlýja sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn og kólnar.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Gul viðvörun og varasamt ferðaveður Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. 31. janúar 2018 23:16