Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 13:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15