Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 21:00 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. Sigurður var dæmdur árið 2004 til tveggja ára fangelsisvistar vegna hlutdeildar sinnar í brennu, hann lauk afplánun sinni árið 2006. RÚV greindi fyrst frá málinu. Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna Elvira grunuð um aðild að málinu en neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu og Sigurðar á Málaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Hún hlaut mænuskaða í slysinu og er lömuð fyrir neðan brjóst.Sparkaði gat á hurð og kveikti í anddyri húss Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003 sparkað gat á útidyrahurð á einbýlishúsi í Laugardal, hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins, á tröppur og á útveggi hússins og kveikt í því svo eldur blossaði upp. Þrír íbúar voru í húsinu og taldi héraðsdómur að Sigurður og tveir aðrir menn sem einnig voru ákærðir í málinu hafi með þessi stofnað lífi þeirra í hættu. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Sigurður játaði brot sitt í meginatriðum en neitaði því þó að hafa hellt bensíni yfir umrædda hluta hússins. Hann sagði að hann hafi farið að húsinu í Laugardal til þess að hræða húsráðanda vegna þess að húsráðandinn hafi nokkru áður skotið á hann og hina ákærðu mennina úr haglabyssu. Sigurður og vitorðsmenn hans voru allir undir áhrifum áfengis og amfetamíns þegar þeir brutu af sér. Sambýliskona húsráðandans sagði fyrir dómi að hún hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna atviksins og að hún hafi átt við geðrænar raskanir að stríða vegna þess og að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu í kjölfar þess. Hún lá í um tíu daga á geðdeild eftir atvikið.Fjallað var um málið í fréttum árið 2003.Fréttablaðið 10. desember 2004.Fékk uppreist æru fyrir fimm árum Sigurður sótti um uppreist æru í byrjun september 2013 og var umsókn hans samþykkt síðar í sama mánuði. Í umsókn hans segir að frá árinu 2007 hafi Sigurður stýrt og verið í forsvari fyrir þrjú byggingaverktakafyrirtæki og að sá rekstur hafi skilað mikilli velgengni enda hafi hann og samstarfsfélagar hans innt af hendi mörg verkefni, þar á meðal í samvinnu við Reykjavíkurborg. Sigurður átti meðal annars félagið SS hús ehf. en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að grunur leiki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu og að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattyfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. „Umsækjandi hefur allt frá því hann lauk afplánun verið löghlýðinn þjóðfélagsþegn og ráðsettur tveggja barna faðir í sambúð,“ segir að lokum í bréfi Sigurðar. Tolli Morthens og Sigurður unnu saman að uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa.Vísir/GVATolli Morthens sagði Sigurð vera „fyrirmyndar samborgara“ Tvö meðmælabréf fylgdu umsókn Sigurðar um uppreist æru, annað frá listamanninum Þorláki Morthens, betur þekktur sem Tolli, og hitt frá Pétri Blöndal Gíslasyni. Í meðmælabréfi Tolla segir að hann og Sigurður hafi átt „samleið á lífsins vegi“ frá árinu 2007. „Er mér það sönn ánægja að geta vottað það að þar er á ferðinni traustur, áreiðanlegur og góður maður,“ segir í bréfi Tolla. Sigurður og Tolli höfðu þá tekið þátt í uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa á Íslandi. „Í stuttu máli leyfi ég mér af einlægni að fullyrða að í Sigurði er að finna það sem að maður getur kallað „fyrirmyndar samborgari““, segir Tolli í bréfi sínu. Tolli Morthens rataði í fréttir á síðasta ári, þegar umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna stóð sem hæst, en hann hafði einnig veitt öðrum manni meðmælabréf af þessum toga. Sá maður hafði hlotið fangelsisdóm árið 1998 þar sem hann var fundinn sekur um nauðgun. Tolli sagði í bréfi sínu varðandi þann mann að hann væri „traustur samborgari“.Margdæmdur maður vottaði Sigurði góða hegðun Hitt meðmælabréfið er frá Pétri Blöndal Gíslasyni, starfsmanni Hveravalla, en þeir höfðu leitt saman betrunarstarf á Litla Hrauni. „Sigurður Kristinsson hefur þar verið ómetanlegur liðsauki og sá kraftur sem honum fylgir eftir að hann snéri við sínu blaði hefur verið innblástur fyrir marga,“ segir í bréfi Péturs. Pétur segir í bréfi sínu að hann hafi sjálfur snúið við blaðinu árið 1983 en hann var fjórum sinnum dæmdur í fangelsi fyrir þann tíma, meðal annars vegna fíkniefnamisferlis. „Ég leyfi mér að fullyrða að Sigurður er staddur á allt öðrum stað með líf sitt en fyrir sjö árum síðan þegar hann umsnéri lífi sínu,“ segir Pétur í bréfinu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. Sigurður var dæmdur árið 2004 til tveggja ára fangelsisvistar vegna hlutdeildar sinnar í brennu, hann lauk afplánun sinni árið 2006. RÚV greindi fyrst frá málinu. Sigurður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna Elvira grunuð um aðild að málinu en neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu og Sigurðar á Málaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Hún hlaut mænuskaða í slysinu og er lömuð fyrir neðan brjóst.Sparkaði gat á hurð og kveikti í anddyri húss Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003 sparkað gat á útidyrahurð á einbýlishúsi í Laugardal, hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins, á tröppur og á útveggi hússins og kveikt í því svo eldur blossaði upp. Þrír íbúar voru í húsinu og taldi héraðsdómur að Sigurður og tveir aðrir menn sem einnig voru ákærðir í málinu hafi með þessi stofnað lífi þeirra í hættu. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Sigurður játaði brot sitt í meginatriðum en neitaði því þó að hafa hellt bensíni yfir umrædda hluta hússins. Hann sagði að hann hafi farið að húsinu í Laugardal til þess að hræða húsráðanda vegna þess að húsráðandinn hafi nokkru áður skotið á hann og hina ákærðu mennina úr haglabyssu. Sigurður og vitorðsmenn hans voru allir undir áhrifum áfengis og amfetamíns þegar þeir brutu af sér. Sambýliskona húsráðandans sagði fyrir dómi að hún hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna atviksins og að hún hafi átt við geðrænar raskanir að stríða vegna þess og að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu í kjölfar þess. Hún lá í um tíu daga á geðdeild eftir atvikið.Fjallað var um málið í fréttum árið 2003.Fréttablaðið 10. desember 2004.Fékk uppreist æru fyrir fimm árum Sigurður sótti um uppreist æru í byrjun september 2013 og var umsókn hans samþykkt síðar í sama mánuði. Í umsókn hans segir að frá árinu 2007 hafi Sigurður stýrt og verið í forsvari fyrir þrjú byggingaverktakafyrirtæki og að sá rekstur hafi skilað mikilli velgengni enda hafi hann og samstarfsfélagar hans innt af hendi mörg verkefni, þar á meðal í samvinnu við Reykjavíkurborg. Sigurður átti meðal annars félagið SS hús ehf. en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að grunur leiki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu og að undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattyfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. „Umsækjandi hefur allt frá því hann lauk afplánun verið löghlýðinn þjóðfélagsþegn og ráðsettur tveggja barna faðir í sambúð,“ segir að lokum í bréfi Sigurðar. Tolli Morthens og Sigurður unnu saman að uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa.Vísir/GVATolli Morthens sagði Sigurð vera „fyrirmyndar samborgara“ Tvö meðmælabréf fylgdu umsókn Sigurðar um uppreist æru, annað frá listamanninum Þorláki Morthens, betur þekktur sem Tolli, og hitt frá Pétri Blöndal Gíslasyni. Í meðmælabréfi Tolla segir að hann og Sigurður hafi átt „samleið á lífsins vegi“ frá árinu 2007. „Er mér það sönn ánægja að geta vottað það að þar er á ferðinni traustur, áreiðanlegur og góður maður,“ segir í bréfi Tolla. Sigurður og Tolli höfðu þá tekið þátt í uppbyggingu sjálfshjálparstarfs innan fangelsa á Íslandi. „Í stuttu máli leyfi ég mér af einlægni að fullyrða að í Sigurði er að finna það sem að maður getur kallað „fyrirmyndar samborgari““, segir Tolli í bréfi sínu. Tolli Morthens rataði í fréttir á síðasta ári, þegar umfjöllun um uppreist æru kynferðisbrotamanna stóð sem hæst, en hann hafði einnig veitt öðrum manni meðmælabréf af þessum toga. Sá maður hafði hlotið fangelsisdóm árið 1998 þar sem hann var fundinn sekur um nauðgun. Tolli sagði í bréfi sínu varðandi þann mann að hann væri „traustur samborgari“.Margdæmdur maður vottaði Sigurði góða hegðun Hitt meðmælabréfið er frá Pétri Blöndal Gíslasyni, starfsmanni Hveravalla, en þeir höfðu leitt saman betrunarstarf á Litla Hrauni. „Sigurður Kristinsson hefur þar verið ómetanlegur liðsauki og sá kraftur sem honum fylgir eftir að hann snéri við sínu blaði hefur verið innblástur fyrir marga,“ segir í bréfi Péturs. Pétur segir í bréfi sínu að hann hafi sjálfur snúið við blaðinu árið 1983 en hann var fjórum sinnum dæmdur í fangelsi fyrir þann tíma, meðal annars vegna fíkniefnamisferlis. „Ég leyfi mér að fullyrða að Sigurður er staddur á allt öðrum stað með líf sitt en fyrir sjö árum síðan þegar hann umsnéri lífi sínu,“ segir Pétur í bréfinu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15