Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 18:47 Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar í Flórída á miðvikudag. Mótmælendur kröfðu stjórnmálamenn svara á fjöldafundi í Fort Lauderdale í gær. Vísir/AFP Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn. Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn.
Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55