Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira