Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Höglin sem sitja í Ógn sjást greinilega á röntgenmynd. Dýraspítalinn í Víðidal „Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira