Arnaldur talinn hæfasti héraðsdómarinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 12:35 Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. Post Arnaldur Hjartarson verður skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fallist dómsmálaráðherra á rökstuðning dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embættið var auglýst til umsóknar þann 17. nóvember en 31 sótti um embættið. Umsóknarfrestur var til 11. desember en sex drógu umsókn sína til baka eftir að hafa verið skipaðir í embætti héraðsdómara þann 9. janúar. 34 ára héraðsdómariArnaldur er fæddur árið 1983, er 34 ára og þriðji yngsti umsækjandinn. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ árið 2006 og meistaraprófi frá sama skóla 2008. Þá hlaut hann LL.M.-gráðu frá Yale Law School árið 2013. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2008, var fulltrúi á LEX lögmannsstofu að loknu laganámi hér heima og hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls íslensku bankanna.Hann hóf störf á lánasviði Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2010 og starfaði svo sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt í rúmt ár. Hóf hann í framhaldinu störf sem starfsnemi við EFTA-dómstólinn.Hann var yfirlögfræðingur Bankasýslu ríkisins í tvö ár og settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hluta þess tíma. Þá hefur hann sinnt sutndakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og verið aðjúnkt við deildina frá 2013. Frá september 2015 hefur aðalstarf hans verið við EFTA-dómstólinn þar sem hann starfar sem aðstoðarmaður dómara. Þá hefur hann verið fræðilegur ritstjóri Fons Juris frá því í apríl í fyrra. Þá hefur hann skrifað átta fræðigreinar, þar af sjö ritrýndar. Hann hefur setið í viðurlaganefnd Kauphallar frá maí 2015 og var í þriggja manna sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar sama ár.Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.Umsögn til ráðherraAð mati dómnefndar er Arnaldur Hjartarson hæfastur til þess að verða skipaður dómari. Dómnefndina skipuðu Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Umsögn og tillaga dómnefndar, sem sjá má hér að neðan, fer nú til dómsmálaráðherra. Ef dómsmálaráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndarinnar og skipa einhvern annan en þann sem hún taldi hæfastan þarf ráðherra að bera þá ákvörðun undir Alþingi til staðfestingar samkvæmt lögum um dómstóla. Þá þarf ráðherra jafnframt að byggja ákvörðun sína um að víkja frá tillögum dómnefndar á sjálfstæðri rannsókn á hæfni umsækjenda samkvæmt dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem voru metnir í hópi hæfustu umsækjenda af dómnefnd en voru ekki skipaðir af ráðherra. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í umræddum málum að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna þess. Uppfært klukkan 15:18Laganemar við Yale fá ekki einkunnir í tölum svo ekki er hægt að fullyrða að Arnaldur hafi verið dúx þótt hann hafi fengið hæstu mögulegu einkunn í námskeiðum við skólann. Var fyrirsögn fréttarinnar breytt af þeim sökum. Dómsmál Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Arnaldur Hjartarson verður skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fallist dómsmálaráðherra á rökstuðning dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embættið var auglýst til umsóknar þann 17. nóvember en 31 sótti um embættið. Umsóknarfrestur var til 11. desember en sex drógu umsókn sína til baka eftir að hafa verið skipaðir í embætti héraðsdómara þann 9. janúar. 34 ára héraðsdómariArnaldur er fæddur árið 1983, er 34 ára og þriðji yngsti umsækjandinn. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ árið 2006 og meistaraprófi frá sama skóla 2008. Þá hlaut hann LL.M.-gráðu frá Yale Law School árið 2013. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2008, var fulltrúi á LEX lögmannsstofu að loknu laganámi hér heima og hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls íslensku bankanna.Hann hóf störf á lánasviði Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2010 og starfaði svo sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt í rúmt ár. Hóf hann í framhaldinu störf sem starfsnemi við EFTA-dómstólinn.Hann var yfirlögfræðingur Bankasýslu ríkisins í tvö ár og settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hluta þess tíma. Þá hefur hann sinnt sutndakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og verið aðjúnkt við deildina frá 2013. Frá september 2015 hefur aðalstarf hans verið við EFTA-dómstólinn þar sem hann starfar sem aðstoðarmaður dómara. Þá hefur hann verið fræðilegur ritstjóri Fons Juris frá því í apríl í fyrra. Þá hefur hann skrifað átta fræðigreinar, þar af sjö ritrýndar. Hann hefur setið í viðurlaganefnd Kauphallar frá maí 2015 og var í þriggja manna sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar sama ár.Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.Umsögn til ráðherraAð mati dómnefndar er Arnaldur Hjartarson hæfastur til þess að verða skipaður dómari. Dómnefndina skipuðu Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Umsögn og tillaga dómnefndar, sem sjá má hér að neðan, fer nú til dómsmálaráðherra. Ef dómsmálaráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndarinnar og skipa einhvern annan en þann sem hún taldi hæfastan þarf ráðherra að bera þá ákvörðun undir Alþingi til staðfestingar samkvæmt lögum um dómstóla. Þá þarf ráðherra jafnframt að byggja ákvörðun sína um að víkja frá tillögum dómnefndar á sjálfstæðri rannsókn á hæfni umsækjenda samkvæmt dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem voru metnir í hópi hæfustu umsækjenda af dómnefnd en voru ekki skipaðir af ráðherra. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í umræddum málum að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna þess. Uppfært klukkan 15:18Laganemar við Yale fá ekki einkunnir í tölum svo ekki er hægt að fullyrða að Arnaldur hafi verið dúx þótt hann hafi fengið hæstu mögulegu einkunn í námskeiðum við skólann. Var fyrirsögn fréttarinnar breytt af þeim sökum.
Dómsmál Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17