Aldrei fleiri erlendir gestir á Sónar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:03 Dúndrandi reif í bílakjallaranum í Hörpu er fastur liður Sónarhátíðarinnar. Vísir/Andri Marinó Sónar Reykjavík kynnir í dag síðustu listamennina sem bætast við dagskrá hátíðarinnar sem fram fer í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Þegar hefur verið tilkynnt að Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Danny Brown, TOKiMONSTA, Lindström, Nadia Rose, Denis Sulta og Ben Frost komi fram á hátíðinni ásamt rjómanum af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. GusGus frumflytur efni af nýrri breiðskífu sinni, Lies are More Flexible, á Sónar Reykjavík 2018. Breski trap meistarinn TroyBoi er á leiðinni til landsins og kemur fram á hátíðinni. Kiasmos snýr aftur á hátíðina og býður upp á DJ-sett. Null + Void er listamannanafn Kurt Uenala. Uenala hefur fram til þessa unnið mestmegnis á bakvið tjöldin með listamönnum á borð við Depeche Mode, Moby og The Kills. Nýverið gaf hann út breiðskífuna Cryosleep sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðrar nýjar viðbætur við dagskrá hátíðarinnar eru; Sykur, Cyber, Elli Grill og Bríet sem kemur fram á einum af sínum fyrstu tónleikum á Sónar Reykjavík 2018. Líkt og undanfarin ár er lögð áhersla á að bjóða upp á nýja og spennandi tónlist frá upprennandi listafólki, innlendu sem og erlendu. Meðal annars í samvinnu við Red Bull Music Academy á einu af fjórum sviðum hátíðarinnar; SonarComplex í Kaldalóni. Fyrirpartý fyrir hátíðina verða haldin dagana 14. og 15. mars og fara fram í Lucky Records, Húrra og Gamla Nýló. Kjörið er að hefja skemmtunina þar og koma sér í hátíðargírinn. Nánari dagskrá má nálgast á www.sonarreykjavik.com. „Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík eins og fyrir hátíðina í ár. Áhugi á Sónar Reykjavík, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri. Sónar Reykjavík var nýlega valin ein af bestu tónlistarhátíðum í Evrópu af tímaritinu Time Out, The Guardian og The Observer telja hana eina af þeim bestu í heimi til að skemmta sér á og dagblaðið Metro vísaði til hátíðarinnar sem eins af “heitustu” stöðum álfunnar,“ segir í tilkynningunni frá Sónar Reykjavík. Listamennirnir sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 koma frá öllum heimshornum, m.a. Perú (CAO), Kólumbíu (Julián Mayorga), Ítalíu (Lorenzo Senni) og Frakklandi (Lafawndah). Þetta er í takt við dagskrá síðasta árs þar sem m.a. komu fram listamenn frá Kína og Japan. Listamenn sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 eru: Andartak, Árni Skeng, Bad Gyal (ES), Ben Frost (AU/IS), Bjarki, Blissful, Bríet, CAO (PE), Cassy b2b Yamaho (US/IS), Cold, Countess Malaise, Cyber, Danny Brown (US), Denis Sulta (UK), Elli Grill, EVA808, Flóni, GusGus, Hildur Guðnadóttir, Högni, Intr0beatz, Jasss, jlin, the Joey Christ show, JóiPé x Króli, Jónbjörn, Julián Mayorga (PE), Kiasmos, Klein (UK), Kode 9 x Kōji Morimoto av (UK/JP), Lafawndah (FR), Lena Willikens (DE), Lindstrøm (NO), Lorenzo Senni (IT), Lord Pusswhip, Mighty Bear, Moor Mother (US), Nadia Rose (UK), Null + Void (CH/US), Reykjavíkurdætur, serpentwithfeet (US), Silvia Kastel (IT), Simon Fknhndsm, Sunna, Sykur, TOKiMONSTA (US), Troyboi (UK), Underworld, Volruptus, Vök og Yagya. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu. Sónar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sónar Reykjavík kynnir í dag síðustu listamennina sem bætast við dagskrá hátíðarinnar sem fram fer í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Þegar hefur verið tilkynnt að Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Danny Brown, TOKiMONSTA, Lindström, Nadia Rose, Denis Sulta og Ben Frost komi fram á hátíðinni ásamt rjómanum af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. GusGus frumflytur efni af nýrri breiðskífu sinni, Lies are More Flexible, á Sónar Reykjavík 2018. Breski trap meistarinn TroyBoi er á leiðinni til landsins og kemur fram á hátíðinni. Kiasmos snýr aftur á hátíðina og býður upp á DJ-sett. Null + Void er listamannanafn Kurt Uenala. Uenala hefur fram til þessa unnið mestmegnis á bakvið tjöldin með listamönnum á borð við Depeche Mode, Moby og The Kills. Nýverið gaf hann út breiðskífuna Cryosleep sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðrar nýjar viðbætur við dagskrá hátíðarinnar eru; Sykur, Cyber, Elli Grill og Bríet sem kemur fram á einum af sínum fyrstu tónleikum á Sónar Reykjavík 2018. Líkt og undanfarin ár er lögð áhersla á að bjóða upp á nýja og spennandi tónlist frá upprennandi listafólki, innlendu sem og erlendu. Meðal annars í samvinnu við Red Bull Music Academy á einu af fjórum sviðum hátíðarinnar; SonarComplex í Kaldalóni. Fyrirpartý fyrir hátíðina verða haldin dagana 14. og 15. mars og fara fram í Lucky Records, Húrra og Gamla Nýló. Kjörið er að hefja skemmtunina þar og koma sér í hátíðargírinn. Nánari dagskrá má nálgast á www.sonarreykjavik.com. „Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík eins og fyrir hátíðina í ár. Áhugi á Sónar Reykjavík, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri. Sónar Reykjavík var nýlega valin ein af bestu tónlistarhátíðum í Evrópu af tímaritinu Time Out, The Guardian og The Observer telja hana eina af þeim bestu í heimi til að skemmta sér á og dagblaðið Metro vísaði til hátíðarinnar sem eins af “heitustu” stöðum álfunnar,“ segir í tilkynningunni frá Sónar Reykjavík. Listamennirnir sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 koma frá öllum heimshornum, m.a. Perú (CAO), Kólumbíu (Julián Mayorga), Ítalíu (Lorenzo Senni) og Frakklandi (Lafawndah). Þetta er í takt við dagskrá síðasta árs þar sem m.a. komu fram listamenn frá Kína og Japan. Listamenn sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 eru: Andartak, Árni Skeng, Bad Gyal (ES), Ben Frost (AU/IS), Bjarki, Blissful, Bríet, CAO (PE), Cassy b2b Yamaho (US/IS), Cold, Countess Malaise, Cyber, Danny Brown (US), Denis Sulta (UK), Elli Grill, EVA808, Flóni, GusGus, Hildur Guðnadóttir, Högni, Intr0beatz, Jasss, jlin, the Joey Christ show, JóiPé x Króli, Jónbjörn, Julián Mayorga (PE), Kiasmos, Klein (UK), Kode 9 x Kōji Morimoto av (UK/JP), Lafawndah (FR), Lena Willikens (DE), Lindstrøm (NO), Lorenzo Senni (IT), Lord Pusswhip, Mighty Bear, Moor Mother (US), Nadia Rose (UK), Null + Void (CH/US), Reykjavíkurdætur, serpentwithfeet (US), Silvia Kastel (IT), Simon Fknhndsm, Sunna, Sykur, TOKiMONSTA (US), Troyboi (UK), Underworld, Volruptus, Vök og Yagya. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu.
Sónar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira