Af kennurum, græðgi og vanrækslu Hjördís Albertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 10:46 Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun