Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag.
Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum.
Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.
NEW #FIFARANKING
Germany stay top
Iceland reach record high
More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6
— FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018
Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista.
Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag.
Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans.
England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.

127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti)
125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti)
125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti)
124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti)
124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti)
120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)
Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum
2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti)
4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti)
6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti)
7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti)
7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti)
7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti)
7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti)
7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti)
7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)