Hver ber ábyrgðina? Sirrý Hallgríms skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun