Ósátt við að þurfa að lesa tíðindi af sveitarstjóra í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Arnar Þór Sævarsson hefur verið sveitarstjóri á Blönduósi frá árinu 2007. Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“ Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“
Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira