Liverpool skoraði tuttugu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og í þessum fjórum leikjum var Firmino með 5 mörk og 3 stoðsendingar.
„Ég veit ekki hvort Porto menn verða hræddir við okkur en við ætlum að gera lífið erfitt fyrir þá og láta þá þjáðst,“ sagði Roberto Firmino á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sky Sports segir frá.
Leikurinn fer fram á Estádio do Dragao eða Drekaleikvanginum í Porto.
Firmino on being second in the #UCL scoring charts, behind Cristiano Ronaldo. pic.twitter.com/dRlTkk6sTx
— Liverpool FC (@LFC) February 14, 2018
„Coutinho er frábær leikmaður og það að hann sé farinn hefur sett meiri ábyrgð á okkur hina í liðinu. Það er okkar að vinna með þessa meiri ábyrgð og mér finnst við hafa gert það hingað til,“ sagði Firmino.
Firmino og Mohamed Salah hafa náð vel saman og lögðu báðir upp mark fyrir hvorn annan í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Owen & Heskey, Gerrard & Torres, Salah & Firmino. Just some of #LFC's Perfect Partners... #ValentinesDaypic.twitter.com/1g367z4CuB
— Liverpool FC (@LFC) February 14, 2018
Leikur Porto og Liverpool fer fram á heimavelli Porto og hefst útsendingin á Stöð 2 Sport klukkan 19.30.