Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 10:50 Jörðin séð með linsu DSCOVR-gervitungls NOAA. Trump-stjórnin vill að slökkt verði á mælitækjum þess sem fylgjast með jörðinni. NOAA/DSCOVR Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Verulega er dregið úr útgjöldum til rannsókna og eftirliti með loftslagi jarðar eða þeim hætt algerlega í drögum að fjárlögum fyrir næsta ár sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út. Þá vill stjórn hans einkavæða Alþjóðlegu geimstöðina og hætta við fimm jarðrannsóknagervitungl og næsta stóra geimsjónaukann. Loftslagsbreytingar eru aðeins nefndar á nafn einu sinni í 160 blaðsíðna samantekt Hvíta hússins á innihaldi fjárlagafrumvarps ársins 2019. Orðið kemur fyrir í heiti vísindaáætlunar Umhverfisstofnunarinnar (EPA) sem lagt er til að verði hætt, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Gegnumgangandi í tillögum ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur niðurskurður í verkefnum alríkisstofnana sem miða að því að rannsaka og safna upplýsingum um jörðina og loftslag hennar. Í sumum tilfellum er þeim algerlega slátrað.Skera niður loftslagsbókhald um 87%Á meðal verkefna sem tengjast loftslagsmálum sem skorin verða niður hjá EPA er bókhald stofnunarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Framlög til þess verkefnis yrðu skorin niður um 87%. Þá vill Hvíta húsið útrýma rannsóknarstyrkjum og stöðum á sviði umhverfisvísinda. Hjá Haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA) stendur til að skera fjárveitingar til loftslagsrannsókna niður um þriðjung. Niðurskurðarhnífinn ber meðal annars niður í rannsóknum á minnkandi hafís á norðurskautinu. Á sama tíma vill Trump auka fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum og gasi. Bruni á jarðefnaeldsneyti er orsök stóraukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda sem veldur nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Fimm jarðvísindaleiðangrar sem geimvísindastofnunin NASA er með í gangi eða hafði á teikniborðinu verða einnig slegnir af ef ríkisstjórn Trump verður að vilja sínum. Þannig vill Trump að NASA hætti við OCO-3-mælitækið sem á að fylgist með styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar. Því átti að koma fyrir utan á Alþjóðlegu geimstöðinni í ár.Wide-Field Infrared Survey Telescope (WFIRST) verður ekki að veruleika ef Hvíta húsið nær sínu fram í fjárlögum næsta árs.NASA„Ókeypis“ geimsjónauki sleginn út af borðinu Geimrannsóknir af ýmsu tagi fá einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum í tillögum ríkisstjórnar Trump. Þar ber helst að nefna WFIRST-geimsjónaukann sem hefði gefið stjörnufræðingum hundrað sinnum stærra sjónsvið en Hubble-geimsjónaukinn býr yfir. Með honum hefði verið hægt að rannsaka hulduefni og orku, þróun alheimsins og fjarreikistjörnur, að því er segir í frétt Space.com. Stjörnufræðingum svíður ekki síst tillagana um að slá WFIRST af því til stóð að breyta njósnagervitungli sem er þegar á braut um jörðu frekar en að smíða nýtt. Því hefur verið talað um WFIRST sem „ókeypis“ geimsjónauka. Trump-stjórnin er hins vegar ekki tilbúinn í þau auknu fjárútlát sem leiðangurinn hefði kostað. Hvíta húsið vill einnig hætta að fjármagna Alþjóðlegu geimstöðina eftir árið 2024. Washington Post segir að í staðinn vilji Bandaríkjastjórn afhenda einkaaðilum stöðina. Yfirlýst markmið Trump-stjórnarinnar í geimferðum er að senda menn aftur til tunglsins. Þrátt fyrir það eru engar fjárveitingar til mannaðra ferða til tunglsins í fjárlagatillögum Hvíta hússins. Í raun segir New York Times að ekki sé gert ráð fyrir neinum nýjum fjárveitingum til tunglferða fyrr en eftir að Trump lætur af embætti, jafnvel þó að hann næði endurkjöri.„Þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu um að kenna Afar ólíklegt er Bandaríkjaþing fallist á tillögur Hvíta hússins fyrir fjárlög næsta árs í óbreyttri mynd. Margt af því sem Trump-stjórnin leggur til að skera niður og hætta við nú var einnig lagt til í drögum sem Hvíta húsið lagði fram fyrir fjárlög þessa árs. Hugmyndir um að hætta að fjármagna rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkin hafa lagt um hundrað milljarða dollara í hana síðustu áratugina fellur þannig ekki í kramið hjá lykilmönnum í flokki forsetans sjálfs. „Sem íhaldsmaður í fjármálum veit maður að eitt það heimskulegasta sem hægt er að gera er að hætta við verkefni eftir milljarðafjárfestingu þegar það er enn verulegt notagildi eftir,“ sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas í síðustu viku. Kenndi Cruz „þöngulhausum“ á fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins um tillöguna um að hætta fjárveitingum til geimstöðvarinnar. Johnson-geimmiðstöð NASA er í Texas, heimaríki Cruz.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent