Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 09:10 Hinrik prins og Margrét Þórhildur í Château de Cayx árið 1997. Vísir/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira