30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum: „Ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:45 Maðurinn neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira