Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist aldrei hafa dottið í hug að niðurstaðan úr því að hann tæki oddvita flokksins í borginni með sér á fund með kjörnum fulltrúum yrði sú að honum yrði vísað á dyr.Eins og Vísir fjallaði um í hádeginu vísaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Eyþóri á dyr við upphaf fundar borgarstjórnar með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Ástæðan var sú að Eyþóri hafði ekki verið boðið á fundinn. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Dagur við Vísi. Vigdís er sem kunnugt er oddviti Miðflokksins í borginni. Guðlaugur Þór var hinn léttasti þegar hann svarði símtali Vísis.Eyþór Arnalds þurfti frá að hverfa af fundinum í gær.Vísir/EyþórFyndið og vandæðalegt „Ég boðaði Eyþór á fundinn,“ segir Guðlaugur. Það liggi fyrir að Eyþór sé oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og fundir á borð við þennan séu fyrst og fremst til að upplýsa hver annan. „Þetta eru engir kappræðufundir heldur verið að huga að hagsmunum Reykjavíkur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í að það yrðu gerðar athugasemdir við þetta,“ segir Guðlaugur hlæjandi. Hann hafi verið í stjórnmálum lengi en uppákoman sé að hans mati einstök. „Þetta var bæði fyndið og vandræðalegt. Þetta var svona „ég er ekki að trúa þessu“ augnablik. „Nei, hann er ekki að segja þetta“,“ segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp sína upplifun af fundinum. Hann segist síður vilja gera ágreiningsmál úr hlutum þegar engin þörf sé á því.Dagur segist tilbúinn að funda með oddvitum í borginni síðar.Vísir/ErnirMálinu lokið af hálfu Guðlaugs „Eyþór tók þessu afskaplega vel. Ég tek á mig fulla ábyrgð að hafa boðað hann á fundinn, af augljósum ástæðum.“ Hann segir mikilvægt fyrir þá sem séu í aðstöðu á borð við Eyþór, í oddvita sæti flokks í borginni, hafi tækifæri til að fyrir yfir þessi mál. Að öðru leyti segir hann málinu lokið af sinni hálfu. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01