Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 10:56 Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn. Mynd/Veðurstofa Íslands Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt. Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt.
Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21
Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37