Draymond Green stýrði Warrors til sigurs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 07:30 Draymond Green fékk að prófa að vera þjálfari í nótt visir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu auðveldan sigur á Phoenix Suns á heimavelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Það sem vakti athygli í leiknum í gær var þó ekki frammistaða leikmannanna inni á vellinum, heldur það að leikmennirnir sjálfir tóku að sér hlutverk þjálfarans í leiknum. Í hvert skipti sem tekið var leikhlé í leiknum lét Steve Kerr, þjálfari liðsins, teikniborðið í hendurnar á leikmanni liðsins og sá hinn sami sá um að stjórna leikhléinu.Coach @andre leads the @warriors huddle!#DubNationpic.twitter.com/bePWnGnuve — NBA (@NBA) February 13, 2018 „Þetta er þeirra lið. Þeir þurfa að standa upp og axla ábyrgð á því. Sem þjálfarar er það okkar starf að ýta þeim í rétta átt en við stjórnum þeim ekki. Þeir ákveða sjálfir hver örlög þeirra verða. Mér finnst við ekki hafa náð að einbeita okkur mjög vel í síðustu leikjum og þetta virtist vera það rétta í stöðunni,“ sagði Kerr eftir leikinn. Draymond Green, sem spilaði ekki í nótt vegna meiðsla, fékk að stjórna flestum leikhléum en David West og Andre Iguodala voru á meðal þeirra sem fengu einnig að spreyta sig. Leikurinn endaði með 129-83 sigri Warriors sem tóku leikinn algjörlega í sínar hendur í öðrum og þriðja leikhluta. Liðið er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með tvo sigra á Houston Rockets.Steve Kerr on why he let his players coach tonight’s game against Phoenix. pic.twitter.com/TpEyvl9DoY — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) February 13, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 103-118 Philadelphia 76ers - New York Knicks 108-92 Brooklyn Nets - LA Clippers 101-114 Chicago Bulls - Orlando Magic 105-101 Utah Jazz - San Antonio Spurs 101-99 Golden State Warriors - Phoenix Suns 129-83 NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu auðveldan sigur á Phoenix Suns á heimavelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Það sem vakti athygli í leiknum í gær var þó ekki frammistaða leikmannanna inni á vellinum, heldur það að leikmennirnir sjálfir tóku að sér hlutverk þjálfarans í leiknum. Í hvert skipti sem tekið var leikhlé í leiknum lét Steve Kerr, þjálfari liðsins, teikniborðið í hendurnar á leikmanni liðsins og sá hinn sami sá um að stjórna leikhléinu.Coach @andre leads the @warriors huddle!#DubNationpic.twitter.com/bePWnGnuve — NBA (@NBA) February 13, 2018 „Þetta er þeirra lið. Þeir þurfa að standa upp og axla ábyrgð á því. Sem þjálfarar er það okkar starf að ýta þeim í rétta átt en við stjórnum þeim ekki. Þeir ákveða sjálfir hver örlög þeirra verða. Mér finnst við ekki hafa náð að einbeita okkur mjög vel í síðustu leikjum og þetta virtist vera það rétta í stöðunni,“ sagði Kerr eftir leikinn. Draymond Green, sem spilaði ekki í nótt vegna meiðsla, fékk að stjórna flestum leikhléum en David West og Andre Iguodala voru á meðal þeirra sem fengu einnig að spreyta sig. Leikurinn endaði með 129-83 sigri Warriors sem tóku leikinn algjörlega í sínar hendur í öðrum og þriðja leikhluta. Liðið er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með tvo sigra á Houston Rockets.Steve Kerr on why he let his players coach tonight’s game against Phoenix. pic.twitter.com/TpEyvl9DoY — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) February 13, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 103-118 Philadelphia 76ers - New York Knicks 108-92 Brooklyn Nets - LA Clippers 101-114 Chicago Bulls - Orlando Magic 105-101 Utah Jazz - San Antonio Spurs 101-99 Golden State Warriors - Phoenix Suns 129-83
NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira