Segir forneskjuleg viðhorf til hundahalds enn ríkjandi Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“ Dýr Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“
Dýr Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira