Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:06 Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45