Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:30 Frumvarp Óttars Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, var til umræðu á þingi fyrir ári og sætti mikilli gagnrýni og náði ekki í gegn. NordicPhotos/Getty „Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
„Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira