Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:30 Frumvarp Óttars Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, var til umræðu á þingi fyrir ári og sætti mikilli gagnrýni og náði ekki í gegn. NordicPhotos/Getty „Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
„Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira