Haukar halda sigurgöngunni áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira