Seacrest neitar sök Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 15:11 Ryan Seacrest er sakaður um að hafa káfað á kynfærum stílista síns og slegið hana á rasskinnina. Vísir/Getty Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni. Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Á dögunum steig stílistinn Suzie Hardy fram með ásakanir á hendur þáttastjórnandann Ryan Seacrest. Hún segir að þáttastjórnandinn hafi yfir langt skeið áreitt sig kynferðislega. Hún starfaði sem persónulegur stílisti Seacrests þegar hann stýrir þættinum E News á árunum 2007-2013. Hardy segir að hún hafi haft góð laun sem stílisti þáttarins og að henni hafi auðnast það svigrúm sem hún þurfti til þess að sækja dóttur sína í skólann. Hún hafi þurft á því að halda því hún væri einstæð móðir. Á að hafa káfað á kynfærum, þrýst sér upp henni og rassskellt hana Í einkaviðtali við Variety lýsir Hardy því hvernig Seacreast á að hafa þrýst sér upp að henni með reistan getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar og slegið hana svo fast á rasskinnina að hún bólgnaði og sást verulega á henni í nokkurn tíma. Ryan Seacrest hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum í Hollywood. Hann er þekktur fyrir að vera kynnir í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol og fyrir að stýra E News.Vísir/Getty Hardy segist hafa leyft hegðuninni að viðgangast í allan þennan tíma vegna þess að hún var hrædd um lífsviðurværi sitt og sína stöðu sem einstæð móðir. Hún vildi geta átt til hnífs og skeiðar fyrir dóttur sína. „Ég sagði ekki frá þessu í öll þessi ár vegna þess að ég var hrædd um að mér yrði ekki trúað og að ég yrði höfð að háði og spotti fyrir að stíga fram,“ segir Hardy. Segir Seacrest ekki vera fórnarlamb „Ég fann styrk í hugrekki annarra og ákvað loksins að fara með mína sögu til NBC. Ryan kaus að fara opinberlega með söguna mína en að breyta frásögninni á þá leið að hann væri saklaus og í raun fórnarlamb einhvers konar fjárkúgunar. Hann er ekkert fórnarlamb og ég neita líka að láta hann komast upp með það að taka mig fyrir, fyrir það eitt að segja sannleikann,“ segir Hardy. Áhyggjur Hardy reyndust á rökum reistar því þegar hún fór með málið til mannauðsstjóra var henni sagt upp árið 2013. „Sama hversu stolt ég er, sama hversu sterk kona ég er, sama hversu mikið ég hef unnið með sálfræðingum þá hefur þetta enn áhrif á mig í dag,“ segir Hardy um meint kynferðislegt ofbeldi. Seacrest neitar sök Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar „E!“ segja, í tilkynningu, að NBCUniversal hafi hafi ráðið utanaðkomandi aðila til þess að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í ásökunum á hendur Seacrest. Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki hafi fundist fullnægjandi sannanir fyrir ásökunum og var þeim þess vegna vísað frá. Þá hefur Seacrest sjálfur vísað ásökunum á bug og kallað þær ófyrirleitnar. Hardy segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún hafi heyrt af niðurstöðum athugunarinnar. Hún hafi þrívegis verið boðuð í viðtal. Í lokaviðtalinu hafði Hardy á tilfinningunni að sá sem færi fyrir athuguninni stæði með Seacrest. Hann hafi ekki haft samband við fjögur vitni sem gætu upplýst frekar um meinta kynferðislega áreitni.
Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira