Kjarasamningar halda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 14:15 Frá blaðamannafundi sem hófst að loknum formannafundinum. vísir/heimir már Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30
Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05