Kjartani ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 09:35 Eyþór Arnalds segir að Kjartan Magnússon megi ekkert aumt sjá og honum sé ætlað stórt hlutverk, ekki síður eftir kosningar en fyrir. Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri, segir það fyrirliggjandi að Kjartani Magnússyni verði ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur því verið stillt upp svo að fari svo að Eyþór verði borgarstjóri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga, þá sé Kjartani ætlað að verða aðstoðarmaður borgarstjóra. Eyþór vill ekki kveða uppúr þar um. „Ekki er tímabært að spá í þau spil en ég get ekki ímyndað mér neinn betri.“ Þögn Kjartans Magnússonar er orðin allhávær eftir að honum var kastað út í kuldann af uppstillingarnefndinni sem raðaði upp lista Sjálfstæðiflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Honum, auk Áslaugar Friðriksdóttur, sem bæði hafa starfað árum saman innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Mörgum þótti þau grátt leikin, ekki síst Kjartan sem hefur verið með flokkshollari mönnum.Margir sársvekktir fyrir hönd Kjartans Ekki þarf að leita langt í þeim efnum, fjölmörg dæmi um þessi sárindi má til að mynda finna á Facebooksíðu Kjartans sjálfs. „Núna hefur XD tapað mínu atkvæði í borginni. Hann gjörsamlega gaf fingurinn til okkar stuðningsmanna að þessu sinni þegar vinur minn Kjartan Magnússon ekki settur á lista (átti að vera í efstu sætum) hann hefur unnið svo öflugt og óeigingjarnt starf og alltaf verið til staðar til að viðra hugmyndir td þegar ég hugsaði með mér eitt sinn að reyna fyrir mér í borgarmálum,“ segir Vilborg og heldur áfram:Kjartan þú ert einstakur og skömm að þú verðir ekki áfram. Vilborg ætlar að horfa til Miðflokksins þar sem hún segir mikið af góðu fólki. Jón Arnar Sigurjónsson er annar og honum er beinlínis brugðið að sjá Kjartan ekki á listanum. „Kjartan sem hefur verið einn mesti vinnuhesturinn í borgarmálunum og duglegur í að berjast fyrir málefnum flokksins. Hvað gerðist eiginlega?“ Og þannig má áfram telja. Fjölmiðlar hafa reynt ítrekað að ná tali af Kjartani allt frá því að fyrir lá að hann yrði ekki á lista en án árangurs. Áslaug Friðriksdóttir sendi frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir óánægju sinni með að leikreglum hafi verið hagrætt. En, Kjartan þegir.Má ekkert aumt sjá Vísir heyrði stuttlega í Kjartani síðdegis í gær en þá sagðist hann ekki ætla að tjá sig um málið. Sagði þó að hann styðji listann og flokkinn. Eyþór segir hins vegar ekki nokkra spurningu um að hann vilji vinna með Kjartani. „Það er full þörf fyrir Kjartan, ekki bara í þessari baraáttu heldur einnig fyrir íbúana. Vart er til hjálpsamlegri maður en Kjartan Magnússon.“ Eyþór segir Kjartan harðduglegan. „Og hann má ekkert aumt sjá og alltaf tilbúin að hlusta á fólk sem er mikilvægur eiginleiki og því mikilvægt að hann sé með okkur. Hann hefur mikla reynslu sem við viljum ekki glata. Þannig er að í góðu liði eru ekki bara frambjóðendur heldur þarf þetta allt að spila saman, eins og gott fótboltalið.“Ekki síður horft til Kjartans að loknum kosningum Fyrir liggur að margir eru sársvekktir fyrir hönd Kjartans en Eyþór eyðir því tali. „Ég hef þekkt Kjartan lengi. Andrés bróðir hans var með mér í bekk og ég var heimagangur hjá þeim bræðrum. Það þykir öllum vænt um Kjartan. Við erum að stilla upp liði, ekki bara frambjóðendum, sem ætlar að vinna saman á breiðum grundvelli. Kjartan verður hluti af þeirri heild,“ segir Eyþór. Hann ítrekar að Kjartani sé ætlað hlutverk í kosningabaráttunni. „Og ekki síður eftir. Þetta snýst ekki bara um að vinna kosningar heldur taka við stjórninni og láta gott af sér leiða. Og þar er ég viss um að Kjartan geti gert mikið með okkur.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri, segir það fyrirliggjandi að Kjartani Magnússyni verði ætlað stórt hlutverk innan Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur því verið stillt upp svo að fari svo að Eyþór verði borgarstjóri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga, þá sé Kjartani ætlað að verða aðstoðarmaður borgarstjóra. Eyþór vill ekki kveða uppúr þar um. „Ekki er tímabært að spá í þau spil en ég get ekki ímyndað mér neinn betri.“ Þögn Kjartans Magnússonar er orðin allhávær eftir að honum var kastað út í kuldann af uppstillingarnefndinni sem raðaði upp lista Sjálfstæðiflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Honum, auk Áslaugar Friðriksdóttur, sem bæði hafa starfað árum saman innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Mörgum þótti þau grátt leikin, ekki síst Kjartan sem hefur verið með flokkshollari mönnum.Margir sársvekktir fyrir hönd Kjartans Ekki þarf að leita langt í þeim efnum, fjölmörg dæmi um þessi sárindi má til að mynda finna á Facebooksíðu Kjartans sjálfs. „Núna hefur XD tapað mínu atkvæði í borginni. Hann gjörsamlega gaf fingurinn til okkar stuðningsmanna að þessu sinni þegar vinur minn Kjartan Magnússon ekki settur á lista (átti að vera í efstu sætum) hann hefur unnið svo öflugt og óeigingjarnt starf og alltaf verið til staðar til að viðra hugmyndir td þegar ég hugsaði með mér eitt sinn að reyna fyrir mér í borgarmálum,“ segir Vilborg og heldur áfram:Kjartan þú ert einstakur og skömm að þú verðir ekki áfram. Vilborg ætlar að horfa til Miðflokksins þar sem hún segir mikið af góðu fólki. Jón Arnar Sigurjónsson er annar og honum er beinlínis brugðið að sjá Kjartan ekki á listanum. „Kjartan sem hefur verið einn mesti vinnuhesturinn í borgarmálunum og duglegur í að berjast fyrir málefnum flokksins. Hvað gerðist eiginlega?“ Og þannig má áfram telja. Fjölmiðlar hafa reynt ítrekað að ná tali af Kjartani allt frá því að fyrir lá að hann yrði ekki á lista en án árangurs. Áslaug Friðriksdóttir sendi frá sér yfirlýsingu og lýsti yfir óánægju sinni með að leikreglum hafi verið hagrætt. En, Kjartan þegir.Má ekkert aumt sjá Vísir heyrði stuttlega í Kjartani síðdegis í gær en þá sagðist hann ekki ætla að tjá sig um málið. Sagði þó að hann styðji listann og flokkinn. Eyþór segir hins vegar ekki nokkra spurningu um að hann vilji vinna með Kjartani. „Það er full þörf fyrir Kjartan, ekki bara í þessari baraáttu heldur einnig fyrir íbúana. Vart er til hjálpsamlegri maður en Kjartan Magnússon.“ Eyþór segir Kjartan harðduglegan. „Og hann má ekkert aumt sjá og alltaf tilbúin að hlusta á fólk sem er mikilvægur eiginleiki og því mikilvægt að hann sé með okkur. Hann hefur mikla reynslu sem við viljum ekki glata. Þannig er að í góðu liði eru ekki bara frambjóðendur heldur þarf þetta allt að spila saman, eins og gott fótboltalið.“Ekki síður horft til Kjartans að loknum kosningum Fyrir liggur að margir eru sársvekktir fyrir hönd Kjartans en Eyþór eyðir því tali. „Ég hef þekkt Kjartan lengi. Andrés bróðir hans var með mér í bekk og ég var heimagangur hjá þeim bræðrum. Það þykir öllum vænt um Kjartan. Við erum að stilla upp liði, ekki bara frambjóðendum, sem ætlar að vinna saman á breiðum grundvelli. Kjartan verður hluti af þeirri heild,“ segir Eyþór. Hann ítrekar að Kjartani sé ætlað hlutverk í kosningabaráttunni. „Og ekki síður eftir. Þetta snýst ekki bara um að vinna kosningar heldur taka við stjórninni og láta gott af sér leiða. Og þar er ég viss um að Kjartan geti gert mikið með okkur.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38 Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14 Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Áslaug Friðriksdóttir segir vonbrigði að eiga ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 23. febrúar 2018 14:38
Eyþór sagði fylgislækkun eina af ástæðum þess að Áslaug og Kjartan eru ekki á listanum Eyþór lagði upp ákveðna sýn fyrir fimmtán manna kjörnefnd. 24. febrúar 2018 14:14
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30