Meirihlutinn í borginni myndi halda Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2018 05:45 Tveir turnar eru þegar farnir að myndast í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/GVA „Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira