Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Stjórn og trúnaðarráð VR fundaði í gærkvöld. Niðurstaða fundarins samkvæmt ályktun var að forsendur væru brostnar. VR vill hækkun sambærilega því sem kjararáð úrskurðaði um í tilfelli þjóðkjörinna einstaklinga. Vísir/Ernir Úrslitastund um framvindu kjaramála er í dag klukkan fjögur en þá rennur út frestur til uppsagnar kjarasamninga. Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kveða upp úrskurð sinn um efnið að loknum fundi á Hilton Nordica. Verði af uppsögninni eru samningar um hundrað þúsund manns lausir. Forsendunefnd stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og ASÍ hefur fundað reglulega frá því í desember en störfum hennar lauk í gær með ágreiningi aðila. Fyrir viku sagði ASÍ frá því að sambandið teldi að forsendur kjarasamninganna væru brostnar en enn væri tími fyrir stjórnvöld til að grípa inn í. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti verkalýðshreyfingunni tillögur stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu síðdegis í gær en þær kveða meðal annars á um hækkun atvinnuleysisbóta og endurskoðun á tekjuskattkerfinu.Hvort það dugir til að höggva á hnútinn er óvíst. Fulltrúar aðildarfélaga ASÍ funduðu í gærkvöldi vegna málsins en ýmislegt bendir til þess að niðurstaða þeirra verði sambærileg þeirri sem miðstjórn ASÍ komst að fyrir viku síðan. Stjórn og trúnaðarráð VR, fjölmennasta aðildarfélagi ASÍ, fundaði í gærkvöldi og sendi að fundi loknum frá sér ályktun. Að mati fundarins eru forsendur kjarasamninga brostnar og að óbreyttu beri að segja þeim upp. Aðrir launahópar hafi fengið launahækkanir umfram þær sem félagar í VR hafi fengið. Komi til uppsagna samninganna er það krafa félagsins að „laun hækki í samræmi við ákvörðun kjararáðs um hækkun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins“. Óvissuna mátti merkja á mörkuðum í gær en hlutabréf lækkuðu að jafnaði um prósent í gær og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um fjóra til tíu punkta. „Óneitanlega eru margir sem óttast að kjarasamningar haldi ekki og að fram undan séu talsverðar kostnaðarhækkanir og í framhaldinu verðbólga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion.Átti von á meiru „Okkar afstaða hefur verið skýr. Við teljum forsendubrestinn að talsvert miklu leyti vera vegna stjórnvalda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Þrátt fyrir að tekist hafi að hækka laun þeirra sem lægst launin hafa þá hafa stjórnvöld verið að klípa í hér og þar. Það hefur valdið mikilli gremju og leitt til þess að ekki hefur tekist að bæta lífskjör þessara hópa eins og stefnt var að.“ Þá hafi ákvarðanir kjararáðs ekki hjálpað til og fréttir gærdagsins um kjör stjórnenda bankanna og launahækkanir stjórnenda Landsvirkjunar bættu alls ekki úr skák.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi segir að vonir ASÍ hafi staðið til einhvers meira og að það sé mat átta manna samninganefndar sambandsins að forsendur samninganna séu enn brostnar þrátt fyrir tillögur stjórnvalda. „Það eru skiptar skoðanir um þessi mál og við teljum eðlilegt að taka ákvarðanir um næstu skref með aðildarfélögum og samböndum. Það skýrist í dag hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi.Eftirspurn í samfélaginu eftir yfirvegun „Tillögur ríkisstjórnarinnar eru óhjákvæmilega til þess fallnar að liðka fyrir framhaldinu. Þær koma til móts við margar af þeim helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar sem fram hafa komið á fundum í ráðherrabústaðnum undanfarnar vikur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.VísirSamtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji engar forsendur til uppsagnar samninga. Undanfarin þrjú ár hafi kaupmáttur aukist um 20 prósent og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa. „Við teljum að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Stærsta verkefnið er að verja þann mikla árangur sem náðst hefur og það verður ekki gert með kollsteypum sem óhjákvæmilega fylgja uppsögn kjarasamninga.“Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum „Við erum tilbúin í samtal við verkalýðshreyfingar um hugsanlegar breytingar á hinum ýmsu kerfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir um tillögur stjórnarinnar. Um sé að ræða breytingar sem kallað hafi verið eftir af launþegum. Ekki stendur til að draga tillögurnar til baka ef kjarasamningum verður sagt upp.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Það liggur alveg ljóst fyrir að ef samningum verður sagt upp og hér verða vinnudeilur, þá verður umgjörðin um það samtal allt annað.“ Að sögn forsætisráðherrans standa bæði Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður undir þeim breytingum sem lagðar eru til. Áætlaður heildarkostnaður breytinganna er 2,6 milljarðar. „Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum. Frumvarp um breytta tilhögun kjararáðs er í vinnslu sem og breytt fyrirkomulag launatölfræði,“ segir Katrín. Hún þorir þó ekki að segja til um hvort það nægi til. „Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við í desember hefur verið fundað reglulega og samskiptin gengið vel. Ég vona að það verði svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Úrslitastund um framvindu kjaramála er í dag klukkan fjögur en þá rennur út frestur til uppsagnar kjarasamninga. Formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kveða upp úrskurð sinn um efnið að loknum fundi á Hilton Nordica. Verði af uppsögninni eru samningar um hundrað þúsund manns lausir. Forsendunefnd stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og ASÍ hefur fundað reglulega frá því í desember en störfum hennar lauk í gær með ágreiningi aðila. Fyrir viku sagði ASÍ frá því að sambandið teldi að forsendur kjarasamninganna væru brostnar en enn væri tími fyrir stjórnvöld til að grípa inn í. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti verkalýðshreyfingunni tillögur stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu síðdegis í gær en þær kveða meðal annars á um hækkun atvinnuleysisbóta og endurskoðun á tekjuskattkerfinu.Hvort það dugir til að höggva á hnútinn er óvíst. Fulltrúar aðildarfélaga ASÍ funduðu í gærkvöldi vegna málsins en ýmislegt bendir til þess að niðurstaða þeirra verði sambærileg þeirri sem miðstjórn ASÍ komst að fyrir viku síðan. Stjórn og trúnaðarráð VR, fjölmennasta aðildarfélagi ASÍ, fundaði í gærkvöldi og sendi að fundi loknum frá sér ályktun. Að mati fundarins eru forsendur kjarasamninga brostnar og að óbreyttu beri að segja þeim upp. Aðrir launahópar hafi fengið launahækkanir umfram þær sem félagar í VR hafi fengið. Komi til uppsagna samninganna er það krafa félagsins að „laun hækki í samræmi við ákvörðun kjararáðs um hækkun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins“. Óvissuna mátti merkja á mörkuðum í gær en hlutabréf lækkuðu að jafnaði um prósent í gær og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um fjóra til tíu punkta. „Óneitanlega eru margir sem óttast að kjarasamningar haldi ekki og að fram undan séu talsverðar kostnaðarhækkanir og í framhaldinu verðbólga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion.Átti von á meiru „Okkar afstaða hefur verið skýr. Við teljum forsendubrestinn að talsvert miklu leyti vera vegna stjórnvalda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Þrátt fyrir að tekist hafi að hækka laun þeirra sem lægst launin hafa þá hafa stjórnvöld verið að klípa í hér og þar. Það hefur valdið mikilli gremju og leitt til þess að ekki hefur tekist að bæta lífskjör þessara hópa eins og stefnt var að.“ Þá hafi ákvarðanir kjararáðs ekki hjálpað til og fréttir gærdagsins um kjör stjórnenda bankanna og launahækkanir stjórnenda Landsvirkjunar bættu alls ekki úr skák.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Gylfi segir að vonir ASÍ hafi staðið til einhvers meira og að það sé mat átta manna samninganefndar sambandsins að forsendur samninganna séu enn brostnar þrátt fyrir tillögur stjórnvalda. „Það eru skiptar skoðanir um þessi mál og við teljum eðlilegt að taka ákvarðanir um næstu skref með aðildarfélögum og samböndum. Það skýrist í dag hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi.Eftirspurn í samfélaginu eftir yfirvegun „Tillögur ríkisstjórnarinnar eru óhjákvæmilega til þess fallnar að liðka fyrir framhaldinu. Þær koma til móts við margar af þeim helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar sem fram hafa komið á fundum í ráðherrabústaðnum undanfarnar vikur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.VísirSamtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji engar forsendur til uppsagnar samninga. Undanfarin þrjú ár hafi kaupmáttur aukist um 20 prósent og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa. „Við teljum að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Stærsta verkefnið er að verja þann mikla árangur sem náðst hefur og það verður ekki gert með kollsteypum sem óhjákvæmilega fylgja uppsögn kjarasamninga.“Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum „Við erum tilbúin í samtal við verkalýðshreyfingar um hugsanlegar breytingar á hinum ýmsu kerfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir um tillögur stjórnarinnar. Um sé að ræða breytingar sem kallað hafi verið eftir af launþegum. Ekki stendur til að draga tillögurnar til baka ef kjarasamningum verður sagt upp.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Það liggur alveg ljóst fyrir að ef samningum verður sagt upp og hér verða vinnudeilur, þá verður umgjörðin um það samtal allt annað.“ Að sögn forsætisráðherrans standa bæði Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður undir þeim breytingum sem lagðar eru til. Áætlaður heildarkostnaður breytinganna er 2,6 milljarðar. „Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum. Frumvarp um breytta tilhögun kjararáðs er í vinnslu sem og breytt fyrirkomulag launatölfræði,“ segir Katrín. Hún þorir þó ekki að segja til um hvort það nægi til. „Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við í desember hefur verið fundað reglulega og samskiptin gengið vel. Ég vona að það verði svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira