Sveitarfélögum heimilt að taka gjald fyrir nagladekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er skýrari rammi um hjólreiðar og hvernig hjólreiðamönnum beri að haga sér í umferðinni. Vísir/Stefán Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira