VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 21:30 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00