Togstreita hamlar hagkvæmni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 07:11 Skýrsla ríkisendurskoðunar er svört en þar segir að fjármunir í heilbrigðiskerfinu nýtist illa sökum togstreitu stofnana VÍSIR/VILHELM Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24