Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2018 19:00 Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn. Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn.
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45