Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2018 19:00 Stefnt er að því að ræsa kísilofn kísilvers PCC á Bakka eftir um tvær vikur og að framleiðsla á kísilmálmi geti hafist. Öll hráefni eru komin til landsins en framleiðslutími verður skammur eftir að ofninn er kominn í gang. Rafmagn frá Þeistareykjum var tengt inn á verksmiðjuhús kísliversins á Bakka í síðustu viku og segir framkvæmdastjóri framleiðslunnar það hafa verið stórt skref. „Næsta skref hjá okkur er svo að það þarf að fara hita upp ofninn og það er svona áætlað núna um miðjan mars,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka.Hafið þið áhyggjur af því? „Við höfum ekki stórar áhyggjur af því. Við höfum alltaf sagt að við förum ekkert í gang fyrr en við erum tilbúin og það er það sem við erum að gera,“ segir Jökull. Í nokkur skipti hefur því verið frestað að ræsa kísilofninn og í ljósi sögunnar úr Helguvík ætla menn á Bakka ekki að taka neina áhættu. „Við getum kennt um veðrinu. Það hefur aðeins verið að trufla okkur en svo að hluta til er þetta bara flókið verkefni og það er í mörg horn að líta og við erum ákveðnir í því að við ætlum að vanda þetta verk og ekki ana út í neitt nema við séum tilbúin,“ segir Jökull. Í lok janúar héldu stjórnendur PCC á Bakka stóran fund með íbúum Húsavíkur og nágrennis þar sem gangsetning verksmiðjunnar var til umræðu. „Það var fullt hús hjá okkur á þessum opna fundi og við fengum nokkrar góðar spurningar. Fólk virðist fylgjast mikið með okkur og erum svo sem búnir að vera duglegir að upplýsa á meðan að á þessu ferli hefur staðið og ég held að Húsvíkingar séu bara spenntir að byrja eins og við,“ segir Jökull. Jökull segir að öllum íbúum verði tilkynnt um gangsetningu kísilofnins en gert er ráð fyrir því að reykur muni sjást frá verksmiðjunni í einhverja daga á eftir. Erlendir sérfræðingar munu aðstoða við gangsetninguna en öll hráefni í framleiðsluna eru komin til landsins, til að mynda timbur frá Finnlandi. Jökull segir að framleiðslan eigi eftir að ganga hratt fyrir sig þegar kísilofninn verður kominn í gang. „Okkar áætlanir ganga út á það að það tekur ekki nema svona viku til tíu daga frá því að fyrsti málmur kemur út úr ofni þangað til við erum komin seljanlega vöru,“ segir Jökull. Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stefnt er að því að ræsa kísilofn kísilvers PCC á Bakka eftir um tvær vikur og að framleiðsla á kísilmálmi geti hafist. Öll hráefni eru komin til landsins en framleiðslutími verður skammur eftir að ofninn er kominn í gang. Rafmagn frá Þeistareykjum var tengt inn á verksmiðjuhús kísliversins á Bakka í síðustu viku og segir framkvæmdastjóri framleiðslunnar það hafa verið stórt skref. „Næsta skref hjá okkur er svo að það þarf að fara hita upp ofninn og það er svona áætlað núna um miðjan mars,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka.Hafið þið áhyggjur af því? „Við höfum ekki stórar áhyggjur af því. Við höfum alltaf sagt að við förum ekkert í gang fyrr en við erum tilbúin og það er það sem við erum að gera,“ segir Jökull. Í nokkur skipti hefur því verið frestað að ræsa kísilofninn og í ljósi sögunnar úr Helguvík ætla menn á Bakka ekki að taka neina áhættu. „Við getum kennt um veðrinu. Það hefur aðeins verið að trufla okkur en svo að hluta til er þetta bara flókið verkefni og það er í mörg horn að líta og við erum ákveðnir í því að við ætlum að vanda þetta verk og ekki ana út í neitt nema við séum tilbúin,“ segir Jökull. Í lok janúar héldu stjórnendur PCC á Bakka stóran fund með íbúum Húsavíkur og nágrennis þar sem gangsetning verksmiðjunnar var til umræðu. „Það var fullt hús hjá okkur á þessum opna fundi og við fengum nokkrar góðar spurningar. Fólk virðist fylgjast mikið með okkur og erum svo sem búnir að vera duglegir að upplýsa á meðan að á þessu ferli hefur staðið og ég held að Húsvíkingar séu bara spenntir að byrja eins og við,“ segir Jökull. Jökull segir að öllum íbúum verði tilkynnt um gangsetningu kísilofnins en gert er ráð fyrir því að reykur muni sjást frá verksmiðjunni í einhverja daga á eftir. Erlendir sérfræðingar munu aðstoða við gangsetninguna en öll hráefni í framleiðsluna eru komin til landsins, til að mynda timbur frá Finnlandi. Jökull segir að framleiðslan eigi eftir að ganga hratt fyrir sig þegar kísilofninn verður kominn í gang. „Okkar áætlanir ganga út á það að það tekur ekki nema svona viku til tíu daga frá því að fyrsti málmur kemur út úr ofni þangað til við erum komin seljanlega vöru,“ segir Jökull.
Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13