Mannréttindi eru hornsteinninn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun