Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 17:29 NRA eru stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. Tveir talsmenn þeirra fluttu eldræður á CPAC-ráðstefnunni á fimmtudag. Vísir/AFP Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“