FH leiðir eftir fyrri daginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 15:26 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira