Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 14:38 Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19