Logi: Mun labba af velli með stórt bros Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Karlalandsliðið í körfubolta spilar við Finna í undankeppni HM í Höllinni klukkan 19.45. Þetta verður næstsíðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Njarðvíkingurinn gaf það út fyrir leiki helgarinnar að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. Hann hefur þjónað landsliðinu í 18 ár en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2000. Leikurinn í kvöld verður landsleikur númer 146 hjá kappanum. „Það hefur verið partur af mínum ferli síðan ég var 17 ára að vera í A-landsliðinu. Þegar ég var að spila erlendis kom ég alltaf heim til þess að spila með landsliðinu. Ég hef verið með sumum þessara stráka í hátt í tvo áratugi og því er mjög sérstakt að vera að stíga til hliðar og hætta þessu,“ segir Logi. „Ég vissi að það kæmi að þessu. Ég hef hugsað þetta í svolítinn tíma og mér finnst það passa vel að gera þetta núna hér á heimavelli. Ég fór að hugsa um þessa ákvörðun eftir Eurobasket síðasta haust.“ Þessi magnaði leikmaður, og annálaða ljúfmenni, er þegar byrjaður að hugsa um hversu skrítin tilfinning það verði að labba út af eftir sinn síðasta landsleik. „Þetta verður skrítið enda verið svo stór hluti af mér. Helst að labba frá borði frá leikmönnunum. Við erum mjög nánir og þeir eru eins og bræður mínir. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund,“ segir Njarðvíkingurinn en munum við sjá tár á hvarmi? „Maður veit aldrei. Nei, ætli það. Þetta verður örugglega meira bros. Stórt bros.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30 Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00 Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Karlalandsliðið í körfubolta spilar við Finna í undankeppni HM í Höllinni klukkan 19.45. Þetta verður næstsíðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Njarðvíkingurinn gaf það út fyrir leiki helgarinnar að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. Hann hefur þjónað landsliðinu í 18 ár en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2000. Leikurinn í kvöld verður landsleikur númer 146 hjá kappanum. „Það hefur verið partur af mínum ferli síðan ég var 17 ára að vera í A-landsliðinu. Þegar ég var að spila erlendis kom ég alltaf heim til þess að spila með landsliðinu. Ég hef verið með sumum þessara stráka í hátt í tvo áratugi og því er mjög sérstakt að vera að stíga til hliðar og hætta þessu,“ segir Logi. „Ég vissi að það kæmi að þessu. Ég hef hugsað þetta í svolítinn tíma og mér finnst það passa vel að gera þetta núna hér á heimavelli. Ég fór að hugsa um þessa ákvörðun eftir Eurobasket síðasta haust.“ Þessi magnaði leikmaður, og annálaða ljúfmenni, er þegar byrjaður að hugsa um hversu skrítin tilfinning það verði að labba út af eftir sinn síðasta landsleik. „Þetta verður skrítið enda verið svo stór hluti af mér. Helst að labba frá borði frá leikmönnunum. Við erum mjög nánir og þeir eru eins og bræður mínir. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund,“ segir Njarðvíkingurinn en munum við sjá tár á hvarmi? „Maður veit aldrei. Nei, ætli það. Þetta verður örugglega meira bros. Stórt bros.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30 Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00 Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30
Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00
Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15