Unnið að opnun neyslurýmis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Það styttist í opnun neyslurýmisins. Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15