Innlent

Fundinum í Valhöll seinkaði vegna góðrar mætingar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld.
Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA
Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinkaði um korter í dag vegna gríðarlegrar góðrar mætingar. Átti fundurinn að hefjast klukkan 17:15 en hófst upp úr klukkan 17:30. Á fundinum verður listi flokksins í borgarstjórnarkosningum í vor borinn undir atkvæði og samþykktur.

Heimildir fréttastofu herma að þessi góða mæting bendi til þess að átök verði á fundinum en ljóst er að mun fleiri eru á fundinum nú en vanalega þegar fulltrúaráðið kemur saman til að samþykkja lista.

Eins og greint hefur verið frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins en Eyþór Arnalds mun skipa 1. sæti listans eftir sigur í leiðtogakjöri í lok janúar.

Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi:

Eyþór Arnalds

Hildur Björnsdóttir

Valgerður Sigurðardóttir

Egill Þór Jónsson

Marta Guðjónsdóttir

Katrín Atladóttir

Örn Þórðarson

Björn Gíslason

Jórunn Pála Jónasdóttir

Óli K. Guðmundsson

Ekki er útilokað að á fundinum komi fram breytingartillögur við tillögu uppstillingarnefndar og þá þarf að greiða atkvæði um þær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×