Fær ekki tíu milljónir frá HHÍ þrátt fyrir vinningsmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 15:53 Gunnlaugur Hrannar Jónsson situr uppi tómhentur eftir baráttu fyrir dómstólum. Vísir/Eyþór Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56