„Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 14:36 Harvey Weinstein og Meryl Streep hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent