Þakklátur fyrir að enginn slasaðist í óhappinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“ Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“
Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21